Fréttasafn11. apr. 2018 Almennar fréttir

Tveir nýir starfsmenn á mannvirkjasviði SI

Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir á mannvirkjasvið Samtaka iðnaðarins.

Eyrún Arnarsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. Eyrún er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands auk þess hefur hún lokið viðurkenndri fagvottun á sviði persónuverndar. Hún starfaði sem lögfræðingur Samtaka iðnaðarins á árabilinu 2016-2017 en þar áður var hún fulltrúi hjá Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu.

Kristján Daníel Sigurbergsson hefur verið ráðinn sem viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI og mun fara með viðskiptastjórn Samtaka rafverktaka, SART. Kristján er rafvirkjameistari að mennt og hefur lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem innkaupastjóri hjá Green Energy Geothermal frá árinu 2014. Áður starfaði hann sem vörustjóri hjá Smith og Norland.