Fréttasafn



10. sep. 2024 Almennar fréttir Mannvirki

Tveir nýir starfsmenn hjá SI

Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Samtaka iðnaðarins og hafa þegar hafið störf hjá samtökunum. Eyrún Arnarsdóttir og Þorgils Helgason hafa verið ráðin viðskiptastjórar á mannvirkjasviði SI og hafa umsjón með margþættum verkefnum á sviði mannvirkjaiðnaðar.

Eyrún Arnarsdóttir er með MA og BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og CIPP/E fagvottun á sviði persónuverndar frá International Association of Privacy Professionals. Eyrún starfaði hjá SI á árabilinu 2016-2022 sem lögfræðingur og viðskiptastjóri. Síðustu ár starfaði hún sem sérfræðingur í regluvörslu hjá Arion banka og sérfræðingur í innkaupum hjá Landsvirkjun.

Þorgils er með MSc gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BSc gráðu í ferðamála- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Áður en Þorgils kom til Samtaka iðnaðarins starfaði hann sem sölustjóri hjá Danica sjávarafurðum frá árinu 2016 og þar áður var hann sölu- og markaðsstjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. 



Viðskiptablaðið, 10. september 2024.

Vísir, 10. september 2024.