Fréttasafn



14. feb. 2017 Almennar fréttir

Tveir nýir stjórnarmenn í FÍSF

Aðalfundur Félags snyrtifræðinga, FÍSF, var haldinn í síðustu viku í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni. Formaður stjórnar félagsins er Áslaug Traustadóttir. Þær breytingar urðu í stjórn að Harpa Karlsdóttir, ritari, og Jónína Kristgeirsdóttir, varagjaldkeri, hættu í stjórn og voru þeim færðar þakkir fyrir sín störf. Nýjar í stjórn eru Erla Jóhannsdóttir og Karen Jóhannsdóttir. Aðrar í stjórn eru Guðrún Benný Svansdóttir, Rósa Þorvaldsdóttir, Nína Björg Sigurðardóttir, Ágústa Rut Skúladóttir og Stefanía Huld Evertsdóttir.

Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar og greint frá starfsemi félagsins á árinu og helstu viðburðum. Sveinsbréf voru afhent við hátíðlega athöfn tvisvar á árinu og boðið var upp á fjölbreytta fræðslufundi. Á árinu komu eftirtaldir nýir félagsmenn í FÍSF:

  • Alda Rún Þorbjörnsdóttir
  • Alma Rós Ásbjörnsdóttir
  • Andrea Birgisdóttir
  • Ástrós Eva Gunnarsdóttir
  • Birna Ósk Þórisdóttir
  • Guðríður Lára Gunnarsdóttir
  • Jóhanna F. Sæmundsdóttir
  • Karen Jóhannsdóttir
  • Linda Björk Jakobsdóttir
  • Linda Pálsdóttir
  • Melkorka Gunnarsdóttir
  • Ragna Peta Hámundardóttir
  • Rebekka Hnikarsdóttir
  • Sigríður Þórey Björgvinsdóttir
  • Tanja Ólafía Gylfadóttir
  • Þórey Gunnarsdóttir