Fréttasafn13. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Um 500 aðilar frá 22 löndum taka þátt í sjávarútvegssýningunni

Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish, hefst í dag í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi. Samtök iðnaðarins eru meðal stuðningsaðila sýningarinnar. Fjölmörg aðildarfyrirtæki innan SI eru þátttakendur á sýningunni sem lýkur 15. september. 

Á sýningunni má sjá allt það nýjasta í iðngreininni þar sem sjávarútvegsfyrirtæki og fyrirtæki sem stunda tengd viðskipti sýna nýjar og framsæknar vörur og þjónustu, allt frá hönnun og smíði skipa til staðsetningar og veiða, vinnslu og pökkunar, markaðssetningar og dreifingar fullunninna afurða.

Um 500 fyrirtæki, vörur og vörumerki frá 22 löndum eru á sýningunni. Sýnendur koma meðal annars frá Danmörku, Noregi, Færeyjum, Spáni, Tyrklandi, Þýskalandi, Perú og Singapúr.