Umbyltingar í tækni og sjálfvirkni til umræðu í Marshall-húsinu
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, standa fyrir fundi um tækniframfarir og sjálfvirkni í sjávarútvegi í fyrramálið, þriðjudaginn 23. maí, kl. 8.30-10.15 í Marshall-húsinu, Grandagarði 20. Á fundinum verður kynnt ný skýrsla sem fjallar um breytingarnar í íslenskum sjávarútvegi og unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Aton fyrir SFS. Meðal annars er spurt hvernig íslenskt menntakerfi og vinnumarkaður eru undirbúin fyrir umbyltingar í tækni og sjálfvirkni og hvernig íslenskt samfélag getur skapað sér samkeppnisforskot í þessari þróun. Fullkomnari skip og vinnslur hafa fjölda jákvæðra þátta í för með sér svo sem minni losun gróðurhúsalofttegunda, öruggara vinnuumhverfi, bætta nýtingu afla og aukin afköst. Þróunin felur samt í sér áskoranir því hún fækkar hefðbundnum störfum en kallar þess í stað á fjölgun annarsstaðar og aukna þekkingu í iðnaði, vísindum og hugbúnaðargerð.
Dagskrá
- Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi Aton
- Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Skaginn3X
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Fundarstjóri er Tryggvi Másson, einn stofnanda UFSI, félag ungs áhugafólks um sjávarútveg og sjávarútvegsmál á Íslandi.
Nánar um fundinn.