Fréttasafn



8. okt. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Orka og umhverfi

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2024

Atvinnulífið leiðir er yfirskrift Umhverfisdags atvinnulífsins sem fer fram þriðjudaginn 22. október á Hilton Nordica kl. 13-15.50. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SI, SAF, Samorku, SFF, SFS og SVÞ. Dagurinn í ár er tileinkaður leiðandi atvinnulífi á sviði grænna lausna. Hin árlegu umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða veitt fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins. Í kjölfarið taka við tvær lotur af málstofum og í ár gefst gestum tækifæri til að velja um eina af fjórum málstofum í hvorri lotu. Þar munu fjölbreyttir fulltrúar aðildarsamtaka koma saman til að ræða stöðu atvinnulífsins, áskoranir og horfur til framtíðar. Kaffi og tengslamyndum verður á milli málstofa.

Lota 1 kl. 14:00-14:40

Fjármagn í grænan farveg – erum við á réttri leið?

Mikil vinna hefur átt sér stað innan fjármálafyrirtækja á síðustu árum um að leita leiða til að beina fjármagni í átt að verkefnum sem hafa jákvæð umhverfisáhrif. En hvar er sú vegferð stödd í dag, hvar eru helstu hindranirnar og hvar liggja tækifærin til framtíðar?

Umræðustjóri: Andrea Sigurðardóttir (Viðskiptastjóri Morgunblaðsins)
Inngangserindi: Bjarni Herrera (forstjóri og stofnandi Accrona og rithöfundur Supercharging Sustainability).
Þátttakendur í málstofu: Heiðar Guðjónsson (fjárfestir), Hreiðar Bjarnason (framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum), Harpa Jónsdóttir (framkvæmdastjóri LSR).

Kolefnisspor og markaðssetning

Er kolefnisspor vöru orðin partur af markaðssetningu og samkeppnishæfni, hver er staðan og áskoranir í þeim efnum og skiptir þetta máli fyrir verslun og neytendur.

Umræðustjóri: Hildur Hauksdóttir (sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi).
Þátttakendur í málstofu: Hafdís Inga Hilmarsdóttir (Verkefnastjóri á sviði sjálfbærnimála hjá Krónunni), Hrefna Kristín Halldórsdóttir (Forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo), Ægir Páll Friðbertsson (Forstjóri Iceland Seafood).

Bransasögur úr sjálfbærnifrumskóginum

Sérfræðingur og þátttakendur ræða reynslu af innleiðingu upplýsingagjafar um sjálfbærnimál, hvernig byrjaði þetta, hvað kom á óvart, hvað var erfitt og hvað einfalt, í hverju felst flækjustigið, hvert er viðhorfið eftir að verkinu er “lokið” og hvernig sjá þátttakendur fyrir sér að verkefnið horfi við fjárfestum, stærri fyrirtækjum og smærri birgjum.

Umræðustjóri: Dr. Hafþór Ægir Sigurjónsson (Forstöðumaður sjálfbærniteymis KPMG)
Þátttakendur í málstofu: Fyrirtækin Festi og Dagar fara yfir vegferð sína í sjálfbærnimálum.

Sveigjanlegur orkumarkaður

Framtíð raforkumarkaðar á Íslandi, áhrif á íslensk fyrirtæki og þau tækifæri sem felast í virkum orkumarkaði og sveigjanlegri starfsemi.

Umræðustjóri: Bjarni Már Gylfason (Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi)
Þátttakendur í málstofu: Katrín Olga Jóhannesdóttir (Framkvæmdastjóri Elmu Orkuviðskipta), Ólafur Davíð Guðmundsson (Tæknistjóri rafmagns hjá Orkunni), Íris Baldursdóttir (Framkvæmdastjóri og annar stofnenda Snerpu Power), Björn Brynjúlfsson (Framkvæmdastjóri Borealis Data Center).

Lota 2 kl. 15:10- 15:50

Grænir hvatar, grænni framkvæmdir

Rætt verður um tækifæri í grænni framkvæmdastöðum og árangur í því að skila framkvæmdastað sem næst upprunalegu ástandi. Fulltrúar verkkaupa og fyrirtækja í byggingar- og mannvirkjaiðnaði sem hafa haft frumkvæði að framkvæmdum sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, deila reynslu sinni. Farið verður yfir tækifæri, áskoranir og hindranir sem torvelda umhverfisvænar framkvæmdir og hvað þarf til að ryðja þessum hindrunum úr vegi.

Umræðustjóri: Jóhanna Klara Stefánsdóttir (Sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum Iðnaðarins)
Þátttakendur: Sigríður Ósk Bjarnadóttir (Framkvæmdastjóri umhverfismála hjá eignarhaldsfélaginu Hornsteini ehf.), Atli Þór Jónsson (Framkvæmdastjóri Borgarverks), Eiður Páll Birgisson (Landslagsarkitekt og meðeigandi Landslags), Baldur Hauksson (Deildarstjóri Tækniþróunar hjá Orkuveitunni).

Erum við hætt við orkuskiptin? Áskoranir tengdar orkuskorti

Hvernig standa orkuskiptin og hvaða áskorunum stöndum við frammi fyrir? Ný raforkuspá Landsnets, orkuskortur og horfur í orkugeiranum. Hvernig er jafnvægið milli orkuframleiðslu og orkunotkunar?

Umræðustjóri: Almar Barja (Fagsviðsstjóri Samorku)
Þátttakendur: Gnýr Guðmundsson (Forstöðumaður kerfisþróunar hjá Landsneti), Tinna Traustadóttir (Framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun) Guðrún Halla Finnsdóttir (Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli)

Græn framtíð á hjólum; endurnýting varahluta í bílaiðnaði

Hvernig höfum við stuðlað að auknu framboði notaðra varahluta í ökutæki? Hver er núverandi staða og hverjar eru helstu áskoranir og tækifæri.

Umræðustjóri: Gunnar Sveinn Magnússon (Meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni- og loftslagsmála hjá Deliotte á Íslandi).
Þátttakendur: Aðalheiður Kristín Jóhannsdóttir (Netpartar), Björk Theodórsdóttir (Forstöðumaður munatjóna hjá Vís), Jóhannes Jóhannesson (Verkefnastjóri fræðslumála hjá BL), Sandra B. Jóhannsdóttir (Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs)

Hvað er með þessar kolefniseiningar?

Hvað eru kolefninseiningar og kolefnisbinding? Hvernig geta fyrirtækin nýtt sér vottaðar einingar í sinni vegferð í átt að kolefnishlutleysi og hvað ber að varast?

Umræðustjóri: Alexandra Kjeld (Umhverfisverkfræðingur hjá Eflu)
Þátttakendur: Hilmar Gunnlaugsson (Stjórnarformaður Yggdrasil) 


Hér er hægt að skrá sig.


Hér er hægt að nálgast upptöku frá fundinum.