Fréttasafn



10. feb. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Orka og umhverfi

Umhverfismál og vistvæn mannvirki á gæðastjórnunarfundi

Iðan fræðslusetur og Samtök iðnaðarins efna til þriðja fundar í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði þar sem tekið verður á þeim málum sem eru efst á baugi. Að þessu sinni verður fjallað um umhverfismál og vistvæn mannvirki. Fundurinn fer fram 23. febrúar kl. 8.30-10 í Iðunni í Vatnagörðum 20.

Dagskrá
1. Umhverfismál í mannvirkjagerð – Áróra Árnadóttir framkvæmdstjóri Grænni byggðar.
2. Förgun og enurnýting – Bryndís Skúladóttir efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.
3. Kolefnisspor í mannirkjagerð – Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu.
4. Umhverfisvottunarkerfi í byggingariðnaði – Sigrún Melax gæðastjóri JÁ verk.

Fundarstjóri er Anna Jóna Kjartansdóttir gæða- og öryggisstjóri hjá ÍSTAK.

Hér er hægt að skrá sig. 

Gaedastjornun-i-byggingaridnadi_3-fundur