20. des. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Orka og umhverfi

Umræða um Draumalandið og Hugmyndalandið

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, er ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, í hlaðvarpsþætti Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu, þar sem þeir ræða um orkumál, orkuskort, hækkandi orkuverð, möguleika Íslendinga til framtíðar og óvissuna sem umlykur okkur á öllum sviðum. Yfirskrift þáttarins er Draumalandið vs. Hugmyndalandið.

Í kynningu á þættinum segir að nú séu tæp tuttugu ár frá því Andri Snær Magnason rithöfundur sendi frá sér bókina Draumalandið. Stóriðjustefna stjórnvalda hafi þar verið gagnrýnd og áhersla á virkjanir. Bókin hafi haft mikil áhrif og í hönd hafi farið það sem kallað hafi verið kyrrstaða í orkumálum Íslendinga. Spurt sé hvort Andri Snær sé höfundur kyrrstöðunnar sem Íslendingar kusu burt á dögunum, hvort hann vilji virkja frekar og þá hvar. 

Hér er hægt að nálgast hlaðvarpsþáttinn.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.