Fréttasafn



20. des. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Orka og umhverfi

Umræða um Draumalandið og Hugmyndalandið

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, er ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, í hlaðvarpsþætti Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu, þar sem þeir ræða um orkumál, orkuskort, hækkandi orkuverð, möguleika Íslendinga til framtíðar og óvissuna sem umlykur okkur á öllum sviðum. Yfirskrift þáttarins er Draumalandið vs. Hugmyndalandið.

Í kynningu á þættinum segir að nú séu tæp tuttugu ár frá því Andri Snær Magnason rithöfundur sendi frá sér bókina Draumalandið. Stóriðjustefna stjórnvalda hafi þar verið gagnrýnd og áhersla á virkjanir. Bókin hafi haft mikil áhrif og í hönd hafi farið það sem kallað hafi verið kyrrstaða í orkumálum Íslendinga. Spurt sé hvort Andri Snær sé höfundur kyrrstöðunnar sem Íslendingar kusu burt á dögunum, hvort hann vilji virkja frekar og þá hvar. 

Hér er hægt að nálgast hlaðvarpsþáttinn.