Fréttasafn29. jan. 2019 Almennar fréttir Menntun

Umræða um læsi á Menntadegi atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn í sjötta sinn fimmtudaginn 14. febrúar næstkomandi í Hörpu kl. 8.30 -12.00. Þema dagsins að þessu sinni er læsi og boðið verður upp á málstofur um kennslustofu 21. aldarinnar og stöðu stráka í lífi og starfi. Á deginum verða afhent Menntaverðlaun atvinnulífsins. 

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Hér er hægt að skrá sig.

DAGSKRÁ

8.30 Velkomin - Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins

Ávarp - Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Læsi til framtíðar - staða, ástæður og möguleikar - Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskólann í Þrándheimi í Noregi og HR

Stiklað á stóru

Að skilja nútímann - Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi og hugbúnaðarverkfræðingur

Fjármálalæsi - Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnastjóri við Hagaskóla

Menningarlæsi: Ætlarðu í alvörunni að kyssa mig þrisvar? - Margrét Lára Friðriksdóttir, mannauðsstjóri Össurar 

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin

Fundarstjóri er Signý Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun

10.00 Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi

10.30 Málstofur 

A) Kennslustofa 21. aldarinnar

Skúli Gunnsteinsson, skólastjóri nýja tölvu- og viðskiptaskólans, stýrir málstofunni

Verkefnamiðuð kennsla í skólastofu framtíðarinnar - Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans

Tími, rúm og flæði - Nálgun NÚ á kennslu á unglingadeildarstigi - Kristján Ómar Björnsson og Gísli Rúnar Guðmundsson, stofnendur NÚ, nýs grunnskóla í Hafnarfirði

Áskoranir í fræðslumálum hjá annasömu þekkingarfyrirtæki - 
Ingunn Ólafsdóttir, mannauðsstjóri Eflu

Umræður

B) Staða stráka í lífi og starfi

Þórir Erlingsson, aðjúnkt við Háskólann á Hólum, stýrir málstofunni

Hvað gera Norðmenn? - Gina Lund, framkvæmdastjóri Hæfnistofnunar Noregs (Kompetanse Norge)

Strákarnir okkar - Margrét Pála Ólafsdóttir, Stofnandi og stjórnarformaður Hjallastefnunnar

Nám fullorðinna - Uni Þór Einarsson, vélvirki

Umræður


Menntadagur-atvinnulifsins-2019-dagskra