Fréttasafn28. sep. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Umræða um orkumál á Samstöðinni

Rætt er við Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, og Andra Snæ Magnason skáld um orkumál í hlaðvarpsþætti Samstöðvarinnar. Það er Gunnar Smári Egilsson sem stýrir umræðunum í þættinum þar sem meðal annars er spurt hvort vanti orku, hvort eigi að virkja meira eða nýta orkuna með öðrum hætti, einnig er rætt um hversu mikið þurfi að auka orkuframleiðslu til að mæta orkuskiptum og hverjar forsendurnar eru í útreikningum um orkuskipti.

Á vef Samstöðvarinnar er hægt að nálgast þáttinn.

Samstöðin, 28. september 2023.