Fréttasafn



23. nóv. 2018 Almennar fréttir

Umræðufundur um launagreiðslur lítilla fyrirtækja

Litla Ísland stendur fyrir opnum umræðufundi næstkomandi þriðjudag 27. nóvember um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í því árferði sem ríkir á vinnumarkaðnum í dag. Fundurinn sem ber yfirskriftina Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið? fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.30-9.30. Á fundinum munu atvinnurekendur segja sínar sögur ásamt því að birtar verða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands um launagreiðslur og umfang lítilla fyrirtækja. Fundarstjóri er Sigmar Vilhjálmsson, atvinnurekandi.

Dagskrá

  • Nýjar hagtölur Litla Íslands - Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði SA 
  • Sögur af Litla Íslandi: 

- Brynja Brynjarsdóttir, eigandi Hraunsnefs sveitahótels ehf. 
- Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri Raftákn verkfræðistofu 
- Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar 
- Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Rok restaurant ehf. 

  • Mikilvægi lítilla fyrirtækja - Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðabæjar 

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.