Fréttasafn11. okt. 2021 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Umræður Dana og Íslendinga um sjálfbær orkuskipti

Dönsk viðskiptasendinefnd með krónprins Danmerkur í fararbroddi verður á Íslandi dagana 12.-13. október til að taka þátt í umræðum um sjálfbær orkuskipti og grænar lausnir. Með honum í för verða fulltrúar danskra fyrirtækja og stofnana. Aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins býðst að taka þátt í umræðum og fyrirtækjakynningum í Hörpu þriðjudaginn 12. október kl. 13.30-16.00.

Hér er hægt að skrá sig til þátttöku. 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um fyrirtækin og stofnanirnar sem taka þátt: BWSC, Copenhagen Infrastructure Partners, Haldor Topsoe, Hitachi ABB Power, Kamstrup. NKT, Nukissiorfiit og Vestas Wind Systems. Þeir sem standa að dagskránni eru utanríkisráðuneyti Danmerkur, Dansk Industri og State of Green.

Dagskrá 12. október

  • 13:30 Welcoming remarks - Troels Ranis, Director, Confederation of Danish Industry

  • 13:35 Iceland's transition from coal and oil to renewables – challenges and opportunities - Lárus M. K. Ólafsson, SI – Federation of Icelandic Industry

  • 13:50 Introduction to the Danish business delegation - Facilitated by Jens Holst, Director, Confederation of Danish Industry

  • 14:15 Discussion of business opportunities - Facilitated by Jens Holst, Director, Confederation of Danish Industry

  • 14:30 Company exhibition & B2B-meetings

  • 16:00 Webinar concludes

Á vef krónprinsins kemur fram að hann mun meðal annars heimsækja Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði ásamt forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og utanríkisráðherranum Jeppe Kofod.

Mynd/Kongehuset.