Fréttasafn8. apr. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Orka og umhverfi

Umræður um orkuskipti á ársfundi Grænvangs

Á ársfundi Grænvangs,  samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, sem fram fór í Háteig á Grand Hótel þriðjudaginn 5. apríl var rætt um orkuskipti sem framundan eru á Íslandi. Yfirskrift fundarins var Samstíga í árangusríkri loftslagsvegferð - þáttur atvinnulífsins í orkuskiptum Íslands. Á fundinum kom meðal annars fram að árangri í loftslagsmálum verði einungis náð með samhentu átaki samfélagsins í heild, þ.e. samvinnu atvinnulífs, stjórnvalda og almennings. Með samvinnu megi tryggja að markmiðum verði náð og samhliða verði stuðlað að aukinni samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á alþjóðamörkuðum til lengri tíma litið.

Fundarstjóri var Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-,orku- og loftslagsmálaráðherra, flutti opnunarávarp. Einnig flutti ávarp Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI og stjórnarformaður Grænvangs. Efnt var til tveggja pallborðsumræðna sem fundarstjóri stýrði. Í fyrra pallborðinu þar sem rætt var um hvernig Ísland verði kolefnishlutlaust tóku þátt Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Tómas Már Sigurðsson, HS Orka, Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun, og Steinunn Dögg Steinsen, Norðurál. Í síðara pallborðinu þar sem rætt var um forskot Íslands í átt að jarðefnaeldsneytisleysi tóku þátt Berglind Rán Ólafsdóttir, ON, Bogi Nils Bogason, Icelandair, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, SFS, og Halla Hrund Logadóttir, Orkustofnun. Í lok fundarins flutti  Birta Kristín Helgadóttir hjá Grænvangi ávarp.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Birta Kristín Helgadóttir hjá Grænvangi, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI og stjórnarformaður Grænvangs.

Green-2Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, var fundarstjóri og stýrði umræðum.

Green-4Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-,orku- og loftslagsmálaráðherra, flutti opnunarávarp.

Green-34Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI og stjórnarformaður Grænvangs, flutti ávarp.

Green-58Í fyrri pallborðsumræðum tóku þátt Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Steinunn Dögg Steinsen, Norðurál, og Tómas Már Sigurðsson, HS Orka.

Green-91Í síðara pallborðinu þar sem rætt var um forskot Íslands í átt að jarðefnaeldsneytisleysi tóku þátt Halla Hrund Logadóttir, Orkustofnun, Berglind Rán Ólafsdóttir, ON, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, SFS, og Bogi Nils Bogason, Icelandair. 

Green-121Birta Kristín Helgadóttir hjá Grænvangi flutti ávarp í lok fundarins.

Green-18

Green-20

Green-23