Umræðuþáttur um loftslagsmál
Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins verða sýndir nokkrir umræðuþættir undir yfirskriftinni Samtöl atvinnulífsins. Í fyrsta þættinum sem ber yfirskriftina Barátta fyrir bættum árangri í loftslagsmálum ræðir Lárus M.K. Ólafsson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, við Guðjón Jónsson, fyrrverandi stjórnarformann VSÓ og sérfræðing í umhverfismálum. Þátturinn fór í loftið þriðjudaginn 7. nóvember kl. 10-10.30.
Hér er hægt að horfa á þáttinn:
Umhverfisdagur atvinnulífsins undir yfirskriftinni Föst á rauðu ljósi? fer fram 29. nóvember í Hörpu kl. 13.