Fréttasafn11. jan. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Umsóknarfrestur fyrir HönnunarMars að renna út

Umsóknarfrestur fyrir þá sem vilja sýna á HönnunarMars rennur út á þriðjudaginn næstkomandi 17. janúar. Nú þegar hefur fjöldi umsókna borist og er stjórn HönnunarMars í óða önn að yfirfara innsendingar. Nokkrar sýningar eru staðfestar í dagskránni og eru þar á meðal sýning á vöruhönnun í Kjarvalsstöðum undir sýningarstjórn Sigríðar Sigurjónsdóttur, stórsýning íslenskra húsgagnaframleiðanda og hönnuða í Hörpu, samsýning íslenskra gullsmiða, samsýningu FÍT og tískusýningar íslenskra fatahönnuða á Reykjavík Fashion Festival sem haldin er samhliða hátíðinni í ár.

Á vef Hönnunarmiðstöðvar er hægt að lesa nánar um umsóknarferlið.