Fréttasafn11. okt. 2018 Almennar fréttir

Unnið að innleiðingu samkeppnisréttarstefnu SI

Stjórn Samtaka iðnaðarins hefur samþykkt samkeppnisréttarstefnu SI og er nú markvisst unnið að innleiðingu hennar. 

Tilgangur stefnunnar er að tryggja fagleg og gegnsæ vinnubrögð í starfsemi samtakanna og fyrirbyggja háttsemi sem brotið gæti gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það er ófrávíkjanleg stefna SI að haga starfsemi sinni í einu og öllu í samræmi við ákvæði samkeppnislaga og stuðla um leið að heilbrigðri samkeppni.

Hér er hægt að nálgast samkeppnisréttarstefnu SI.