Fréttasafn



25. ágú. 2025 Almennar fréttir Innviðir

Uppbygging og öryggi innviða til umræðu á Innviðaþingi

Innviðaþing verður haldið fimmtudaginn 28. ágúst á Reykjavík Hótel Nordica undir yfirskriftinni Sterkir innviðir – sterkt samfélag. Innviðaráðuneytið stendur að þinginu en þar verður sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þ.á m. fjárfestingum og samfélagslegum ávinningi. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra munu flytja erindi á þinginu. Sérstakur gestur Innviðaþings er Jari Kauppila, forstöðumaður hjá International Transport Forum (ITF). Meðal þátttakanda í dagskránni er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sem flytur erindi auk þess að taka þátt í pallborðsumræðum.

Þingið er öllum opið en fólk er hvatt til að skrá sig á viðburðinn. Viðburðurinn stendur allan daginn. Húsið opnar kl. 8:30, dagskrá hefst kl. 9 en þinginu lýkur kl. 16.

Hér er hægt að skrá sig á Innviðaþingið.

Hér er hægt að nálgast dagskrá þingsins. 

Innvidathing_skraning