Fréttasafn21. mar. 2020 Almennar fréttir

Upplýsingafundir um aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög boða til þriggja rafrænna upplýsingafunda á mánudaginn fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja um viðfangsefni sem atvinnulífið stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19. Tenglar á fundina verða sendir á fulltrúa aðildarfyrirtækja um hádegi á mánudag. Á fundunum mun gefast færi á að taka þátt í umræðum fyrir þá sem það vilja.

Kl. 13.00 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar - Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, fara yfir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, ræðir aðgerðir fjármálakerfisins gagnvart fyrirtækjum.

Kl. 14.00 Hlutaatvinnuleysisbætur - Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, og Ragnar Árnarson, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, fara yfir inntak, útfærslur, áskoranir og álitamál tengd lögum um hlutaatvinnuleysisbætur.

Kl. 15.00 Laun í sóttkví - Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, fer yfir viðmið, útfærslur og álitamál í tengslum við greiðslur launa í sóttkví.

Fundur-med-logoum