Fréttasafn28. mar. 2018 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Upplýsingar fyrir félagsmenn um nýja persónuverndarlöggjöf

Á vef Samtaka atvinnulífsins hafa félagsmenn SI aðgang að helstu upplýsingum um nýja persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi 25. maí næstkomandi. 

Fyrirtæki sem huga ekki nægjanlega vel að persónuvernd og brjóta gegn ákvæðum persónuverndarlaga geta átt á hættu á að vera sektað um allt að 20 milljónir evra eða tæplega 2,5 milljarðar íslenskra króna, eða 4% af árlegri heildarveltu fyrirtækisins á heimsvísu, eftir því hvort er hærra.  

Persónuvernd snertir alla starfsmenn fyrirtækisins þó eðlilegt sé að ákveðinn aðili hafi yfirumsjón með þessum málum. Allir starfsmenn þurfa því að vera meðvitaðir um persónuvernd með einum eða öðrum hætti. Æðstu stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að uppfylltar séu kröfur persónuverndarlaga á hverjum tíma. Gott getur verið að mynda teymi fjölbreyttra fagaðila innan fyrirtækis utan um þetta verkefni.  

Hér er hægt að nálgast efnið með lykilorði:

Spurt og svarað

Persónuverndarsniðmát

Samfélagsmiðlar

Annað hjálparefni