Fréttasafn



9. mar. 2015 Gæðastjórnun

Uppskipun og Kappar hljóta D-vottun

Uppskipun og Kappar hafa staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Uppskipun ehf. er stofnað í apríl 2013 af Jóni Ottesen.

Starfsemi fyrirtækisins er uppskipun og hafnarþjónusta fyrir Elkem og Faxaflóahafnir á Grundartanga.

Kappar ehf. er alhliða verktakafyrirtæki í Reykjavík með iðnaðarmenn á öllum sviðum. Kappar reka jafnframt fullbúið trésmíðaverkstæði að Kleppsmýrarvegi 8 Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 12 starfsmenn og undirverktakar. Kappar er líklega eina fyrirtækið á Íslandi sem bíður upp á plasthúðun á gömlum og nýjum innréttingum í öllum regnbogans litum og viðartegundum.