Fréttasafn23. nóv. 2016 Mannvirki

Uppsöfnuð þörf á um 4.000 íbúðum

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkaði um 2 prósent á milli mánaða í október. Verð á fjölbýli hækkaði um 1,8 prósent og verð á sérbýli um 2,2 prósent. Í fréttinni er rætt við Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumann byggingarsviðs Samtaka iðnaðarins, sem segir að alla jafna vanti 1.500 til 1.800 íbúðir á ári inn á markaðinn en uppsöfnuð þörf undanfarinna ára sé umtalsverð. „Við teljum að uppsöfnuð þörf á íbúðum sé einhvers staðar í kringum 4.000 og ekki verði farið að saxa á það fyrr en í fyrsta lagi eftir svona eitt og hálft ár.“ Í fréttinni er einnig sagt frá byggingu smáíbúða í Urriðaholti sem eru 25 fermetrar að stærð og segir þar að engum þægindum verði fórnað.