Fréttasafn



20. maí 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Upptökur frá ráðstefnu Matvælalandsins Íslands

Nú er hægt að nálgast upptökur frá ráðstefnu Matvælalandsins Íslands sem haldin var fyrir skömmu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem um 100 manns mættu. Fjölmargir frummælendur voru á ráðstefnunni og umræðuefnið fjölbreytt. Á ráðstefnunni kom meðal annars fram hvað Ísland er auðugt með sínar matarauðlindir og að mikil tækifæri liggi í því að kynna sérstöðu íslenskra matvæla. Liður í því er að bæta upplýsingaöflun og mælingar á ýmsum þáttum sem hafa áhrif á ímynd vörunnar og gæði í huga neytenda.

Á vef Bændasamtakanna og hér fyrir neðan er hægt að nálgast upptökur fyrirlesara: 

  1. Global Changes in Food Landscape - Henk Jan Ormel, sérfræðingur hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO)
  2. Heilnæmi íslenskra matvæla - Hrönn Jörundsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís
  3. Heilnæmi íslenskra matvæla - Vigdís Tryggvadóttir og Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknar hjá Matvælastofnun
  4. Styrkur Íslands - Matvælastefna í mótun - Vala Pálsdóttir, formaður starfshóps um matvælastefnu fyrir Ísland
  5. Matarferðaþjónusta á Norðurlandi - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
  6. Áfangastaðurinn Austurland - María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri Austurbrú

Að samstarfsvettvanginum Matvælalandið Ísland standa Samtök iðnaðarins, Bændasamtök Íslands, Matís, Íslandsstofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Matarauður Íslands og Háskóli Íslands.

Á Facebook er hægt að skoða myndir frá ráðstefnunni.