Fréttasafn



  • UTmessan 2013

2. feb. 2015 Iðnaður og hugverk

UT messan 2015 - fagráðstefna og sýning

 

UTmessan 2015 fer fram í Hörpu dagana 6. og 7. febrúar. Markmið UT messunnar er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er í þeim tilgangi að fjölga þeim sem velja tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang.

 

Föstudaginn 6. febrúar verður haldin ráðstefna og sýning fyrir fagfólk þar sem fluttir verða fjöldi fyrirlestra um ýmis málefni tengd upplýsingatækni.

 

Laugardaginn 7. febrúar verður sýning og fræðsla með margs konar viðburðum fyrir alla aldurshópa. Þar verða m.a sýningarbásar helstu tölvu- og tæknifyrirtækja landsins, getraunir, keppnir og leikir. Aðgangur er ókeypis allan laugardaginn en húsið verður opið frá 10.00 – 17.00.

Nánari dagskrá og upplýsingar er hægt að nálgast inn á www.utmessan.is