Fréttasafn



11. mar. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Orka og umhverfi

Útgáfuhóf vegvísis að mótun rannsóknaumhverfis

HMS efnir til hófs í tilefni af útgáfu á vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar þriðjudaginn 12. mars kl. 12-13 í Borgartúni 21. 

Viðburðinum verður einnig streymt á netinu. Vegvísinum er ætlað að varða leiðina næstu 12 til 24 mánuðina svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um framtíðarskipan málaflokksins. Niðurstöðurnar byggja meðal annars á samtölum við hátt í 70 hagaðila, aðgerð 9 í hönnunarstefnu, aðgerð 2.9. í hvítbók húsnæðisstefnu og breiðu samráði við stjórnvöld, háskólasamfélag og mannvirkjageirann.

Eft­ir­far­andi munu koma fram á fund­in­um:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.
  • Sérfræðingar HMS kynna Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar.
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
  • Sunna Ólafsdóttir Wallevik, stofnandi og framkvæmdastjóri Gerosion.

Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn.