Fréttasafn



6. apr. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Útgjöld til vegakerfis er bara dropi í hafið

„Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í fréttum Stöðvar 2 um það sem fram kemur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar um framlög til vegakerfisins. 

Hann segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar og að það sé mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir.

Hér er hægt að horfa á fréttina í heild sinni.
SH-Stod-2-05-04-2018