Úthlutun Tækniþróunarsjóðs desember 2015
Tækniþróunarsjóður úthlutaði í gær styrkjum til verkefna tæplega 50 aðila. Um er að ræða frumherjastyrki, verkefnastyrki og markaðsstyrki.
Öflugt þróunarstarf fyrirtækja er megin forsenda aukinnar verðmætasköpunar, aukins útflutnings og fjölgunar starfa í íslensku atvinnulífi. Stuðningur Tækniþróunsjóðs hefur skipt sköpum þegar kemur að vaxtarmöguleikum fjölmargra fyrirtækja.
Samtök iðnaðarins óska styrkhöfum til hamingju og góðs gengis með verkefni sín.
Sjá nánar um styrkhafa hér.
Um Tækniþróunarsjóð
Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Einstaklingar, fyrirtæki, háskólar og stofnanir geta sótt um í sjóðinn. Tækniþróunarsjóður er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar af fagráði sem leggur til ráðgefandi álit um styrkveitingu til stjórnar sjóðsins. Stjórn Tækniþróunarsjóðs tekur síðan endanlega ákvörðun um úthlutun.