Útskrift sveina í prentsmíði
Útskriftarathöfn sveina í prentsmíði fór fram í Iðunni í gær að viðstöddum kennurum, sveinsprófsdómurunum, fjölskyldum, fulltrúum Iðunnar, Grafíu og Samtaka iðanaðarins. Þau sem útskrifuðust eru Guðný Sigurðardóttir – Pixel, Lovísa Ýr Guðmundsdóttir – Pixel, Rebekka Sif Melsted Samúelsdóttir – Prentmet, Tómas Daði Valdimarsson – Árvakur og Jón Tryggvi Sigurþórsson – Árvakur.
Viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á sveinsprófi fékk Guðný Sigurðardóttir.
Ljósmyndir: Grímur Kolbeinsson.