Fréttasafn



19. mar. 2019 Almennar fréttir

Væntingar stjórnenda versna

Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins gefa til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni. Mat stjórnenda á núverandi stöðu í atvinnulífinu hefur gerbreyst til hins verra og væntingar þeirra eru að þær versni enn á næstu sex mánuðum. Könnunin hefur verið gerð ársfjórðungslega frá árinu 2006. Helstu niðurstöður eru:

  • Skortur á starfsfólki er nánast enginn og útlit fyrir fækkun starfa á næstu sex mánuðum.
  • Útlit er fyrir að fjárfestingar dragist verulega saman milli ára, einkum í ferðaþjónustu.
  • Stjórnendur vænta 4% verðbólgu á næstu 12 mánuðum og 3,5% verðbólgu eftir tvö ár og einnig eftir fimm ár.
  • Vísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, hefur ekki verið lægri síðan árið 2013.

Sjá nánari umfjöllun á vef SA.

Stjornendur-400-staerstu