Fréttasafn



17. maí 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Menntun

Væntingar um góðan árangur af nýju námi í jarðvirkjun

Tækniskólinn býður upp á nám í jarðvirkjun sem veitir innsýn í verk­ferla, tækni og atvinnulíf fyr­ir­tækja í þessari starfs­grein. Um er að ræða nýtt nám þar sem nemendur öðlast vinnu­véla­rétt­indi og læra t.d. um merk­ingu vinnusvæða, skyndi­hjálp og land­mótun. Nú þegar innritun stendur sem hæst hefur Tækniskólinn birt nýtt myndband þar sem námið er kynnt og meðal annars sagt frá nýjum vinnuvélahermum þar sem nemendur geta æft sig á hinum ýmsu vélum. 

Í myndbandinu segir meðal annars Árni Sigurjónsson, formaður SI, að Félag vinnuvélaeigenda sem sé hluti af Samtökum iðnaðarins lengi bent á það að það vanti þjálfun og það vanti auka færni og nýliðun í greininni og með námi í jarðvirkjun erum við að taka stórt skref í þá átt að færa þetta hlutverk varðandi þjálfun frá atvinnurekenda inn í Tækniskólann. „En ég geri ráð fyrir að þarna verði gott samstarf á milli og auðvitað skiptir þjálfun á verkstað ekki síður máli.“ Árni segir jafnframt að þetta sé ein ástæða þess að námið hlaut veglegan styrk úr Framfarasjóði iðnaðarins. „Og við erum mjög stolt af því að geta stutt við Tækniskólann og nám í jarðvirkjun og við höfum miklar væntingar um góðan árangur í framhaldinu.“

Myndbandið er á Facebook: https://www.facebook.com/tskoli.is/videos/1578576459193331

Hér er einnig hægt að nálgast myndabandið:

https://vimeo.com/manage/videos/710831669