Fréttasafn



7. ágú. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Málarameistarafélagið

Vætutíð valdið tekjutapi fyrir suma málarameistara

Rætt er við Kristján Aðalsteinsson, formann Málarameistarafélagsins, í kvöldfréttum RÚV þar sem fjallað var um úrkomumet sem slegin hafa verið og meðal annars haft áhrif á störf iðnaðarmanna. Í fréttinni kemur fram að í Reykjavík hafi mælst mesta rigning í 40 ár. Kristján segir m.a. að vætutíðin hafi valdið tekjutapi fyrir suma málarameistara og sumir þurfa væntanlega að færa verkefni yfir á næsta ár.

Hér er hægt að nálgast fréttina í heild sinni.

RÚV, 6. ágúst 2024.