Fréttasafn25. maí 2023 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Vandinn er að vaxtahækkun slær líka á framboðshliðina

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í kvöldfréttum RÚV um nýja stýrivaxtahækkun Seðlabankans um 1,25 prósentustig. 

Sigurður: „Við höfum verið í ákveðnum vítahring hérna á síðustu árum eða áratug eða svo. Það voru of fáar íbúðir byggðar, það gerði það að verkum að íbúðaverð hækkaði mjög skarpt. Það leiddi til verðbólgu og Seðlabankinn bregst við með hækkun vaxta, það slær á eftirspurnina en vandinn er að það slær líka á framboðshliðina sem er óheppilegt og niðurstaðan af því verður sú að við verðum í ákveðnum vandræðum hérna eftir svona tvö ár, tvö þrjú ár ef að ekkert annað kemur til.“

RÚV, 24. maí 2023.