Fréttasafn14. apr. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Samtök arkitektastofa

Vanmat á áætlun um kostnað við teikningar á einbýlishúsi

Halldór Eiríksson, formaður Félags arkitektastofa, SAMARK, segir í Morgunblaðinu að mikið vanmat sé um að ræða á áætlun um kostnað vegna teikningar af einbýlishúsi kosti um tvær milljónir sem greint var frá í frétt blaðsins deginum áður. Tilefnið er umfjöllun um hækkandi verð á einbýlishúsalóð við Reynisvatnsás þar sem formaður Félags fasteignasala segir takmarkað framboð meginskýringuna á því að slíkar lóðir hefðu hækkað í verði.

Í fréttinni segir að gera megi ráð fyrir að byggingarkostnaður einbýlishúss á þessari lóð væri ekki undir 200 milljónum. Þá mætti gera ráð fyrir að fullnaðarhönnun á sérhönnuðu einbýli væri, varlega áætlað, 8-10% af byggingarkostnaði. Hann væri aldrei undir 16 milljónum í þessu tilviki að núvirði, en kostnaðurinn færi auðvitað eftir umfangi og flækjustigi. Slíkt sérhannað einbýli væri virðisauki fyrir lóðina og yki verðgildi hennar við endursölu. 

Morgunblaðið, 14. apríl 2023.