Fréttasafn



27. des. 2023 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Vantar stöðugleika á húsnæðismarkaði

Staðan á húsnæðismarkaði er um þessa mundir sérstaklega erfið og í raun skrýtin þar sem kaupgetu er haldið niðri með háu vaxtastigi og hertum skilmálum greiðslumats. Við vitum að þörfin fyrir húsnæði er mikil enda er fólksfjölgun, sem farið hefur langt umfram spár, að bætast við þegar uppsafnaða þörf. Á framboðshliðinni eru líka blikur á lofti þar sem sölutími hefur lengst, byggingarkostnaður hækkað og talning HMS á húsnæði í uppbyggingu sýnir fram á verulegan samdrátt uppbyggingar. Þetta segir Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, í Sóknarfæri. Í viðtalinu kemur fram að það þurfi að skapa umgjörð hér á landi sem tryggi stöðuga húsnæðisuppbyggingu til framtíðar. Ef vel eigi að takast til þurfi að vera til staðar skýr sýn, festa og úthald til að ganga í verkefnið með það að leiðarljósi að tryggja nægt framboð íbúðarhúsnæðis í takt við fjölbreyttar þarfir landsmanna. „Uppbygging íbúðarhúsnæðis liggur fyrst og fremst í höndum fyrirtækja í bygginga- og mannvirkjagerð sem hafa fjárfest í dýrum búnaði og verðmætu starfsfólki til að sinna þeim verkefnum. Með því að auka stöðugleika á húsnæðismarkaði hér á landi erum við samhliða að tryggja þessum fyrirtækjum góð og stöðug starfsskilyrði.“

Sóknarfæri, desember 2023.

Soknarfaeri_5_tbl_desember_2023_56_80_1Soknarfaeri_5_tbl_desember_2023_56_80-2_2