Vaxandi skuldir gætu verið hættumerki
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, segir í frétt Viðskiptablaðsins að vaxandi skuldir byggingarfyrirtækja gætu verið hættumerki um að það sé að hægjast á söluferlinu. „Það er núna merki um það sem við höfum verið að sjá að fjöldi fullbúinna íbúða sem eru í sölu hefur fjölgað. Meðalsölutími íbúða hefur lengst talsvert sem gerir það að verkum að fjármagn byggingarfyrirtækja er lengur bundið í íbúðinni. Það er skýringin á skuldasöfnuninni að hluta a.m.k. Það eru líka vísbendingar t.d. í nýjustu talningu HMS á íbúðum í byggingu, um að íbúðir séu að stoppa í byggingarferlinu sem gæti líka skýrt þessa þróun. Sumir hafa sagt að í aukningu lána til greinarinnar séu merki um meiri umsvif en þetta eru líklegast frekar merki um að það sé að hægjast á ferlinu frá því að hafist er handa við að byggja íbúð þar til hún er seld.“
Hér er hægt að nálgast fréttina í heild sinni.
Viðskiptablaðið, 22. september 2023.