Fréttasafn31. ágú. 2018 Almennar fréttir Nýsköpun

Vaxtarsprotinn afhentur á þriðjudaginn

Vaxtarsprotinn verður afhentur í Café Flóru, Grasagarðinum í Laugardal næstkomandi þriðjudag 4. september kl. 8.30-10.00. Um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. 

Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Viðurkenningar eru veittar til fjögurra sprotafyrirtækja sem hafa sýnt mestan hlutfallslegan vöxt í veltu á síðasta ári. 

Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn.

Á síðasta ári hlaut Kerecis viðurkenningu fyrir mestan vöxt og var þar með Vaxtarsproti ársins. Á myndinni afhendir ráðherra stjórnendum og starfsmönnum Kerecis verðlaunin.