Fréttasafn13. júl. 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Orka og umhverfi

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð í Samráðsgátt

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 er komin í Samráðsgátt stjórnvalda og er hægt að skila inn umsögn fram til 31. ágúst næstkomandi. Hér er hægt að senda inn umsögn. 

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 var unninn á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð, sem er samstarfsvettvangur stjórnvalda og byggingariðnaðarins um vistvæna mannvirkjagerð. Samstarfið á rót sína að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem kom út í júní 2020. Vinna verkefnisins hófst formlega í september 2020 þegar verkefnastjórn samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð tók til starfa. Í verkefnastjórn voru fulltrúar frá Samtökum iðnaðarins, Grænni byggð, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu. Verkefnastjórnin fundaði alls 40 sinnum frá september 2020 til júní 2022.