13. júl. 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Orka og umhverfi

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð í Samráðsgátt

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 er komin í Samráðsgátt stjórnvalda og er hægt að skila inn umsögn fram til 31. ágúst næstkomandi. Hér er hægt að senda inn umsögn. 

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 var unninn á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð, sem er samstarfsvettvangur stjórnvalda og byggingariðnaðarins um vistvæna mannvirkjagerð. Samstarfið á rót sína að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem kom út í júní 2020. Vinna verkefnisins hófst formlega í september 2020 þegar verkefnastjórn samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð tók til starfa. Í verkefnastjórn voru fulltrúar frá Samtökum iðnaðarins, Grænni byggð, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu. Verkefnastjórnin fundaði alls 40 sinnum frá september 2020 til júní 2022.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.