Fréttasafn



9. jún. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Innviðir Mannvirki Orka og umhverfi

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð kominn út

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð hefur verið gefinn út á vef Byggjum grænni framtíð en nú stendur yfir kynningarfundur um vegvísinn á Hilton Reykjavík Nordica. Vegvísirinn var unninn á vegum samstarfsvettvangsins. Viðfangsefnið er að meta losun íslenskra bygginga, setja markmið um að draga úr þeirri losun fyrir 2030 og skilgreina aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Hátt í 200 einstaklingar innan allrar virðiskeðju mannvirkjageirans komu að þessari vinnu og eru niðurstöður hennar birtar í vegvísinum.

Hér er hægt að fylgjast með fundinum í streymi: 

https://vimeo.com/event/2192014/videos/718317627/