Fréttasafn12. mar. 2018 Almennar fréttir

Vel heppnað árshóf SI

Hátt í 400 manns voru á árshófi Samtaka iðnaðarins sem haldið var í Silfurbergi í Hörpu síðastliðinn föstudag. Það er árviss viðburður í starfsemi samtakanna að félagsmenn komi saman að loknum aðalfundi og Iðnþingi sem haldið var í Hörpu daginn áður.


Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, bauð gesti velkomna. Atli Þór og Selma Björns voru veislustjórar kvöldsins. Ari Eldjárn skemmti eins og honum einum er lagið. Gréta Salóme flutti titillagið úr Lóa litla, nýrri íslenskri teiknimynd, auk fleiri laga. Þá tóku Selma Björns og Hansa vel valin Abba-lög. Að skemmtidagskrá lokinni lék hljómsveitin Buff fyrir dansi fram á nótt.

Á Facebook SI er hægt að skoða fleiri myndir frá árshófinu.
_D4M8861
_D4M8904
_D4M9320
_D4M9114
DSC_7267
_D4M9275
_D4M9190