Fréttasafn



27. mar. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Vel heppnaðar sýningar í Hörpu

Vel tókst til með sýningar Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda og Samtaka arkitektastofa, SAMARK, sem settar voru upp í samstarfi við Samtök iðnaðarins í Hörpu í tilefni af HönnunarMars. Fjölmargir lögðu leið sína á báðar sýningarnar sem stóðu frá fimmtudegi til sunnudags.  

Á sýningu Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda gaf að líta þversnið af því nýjasta í íslenskri hönnun og húsgagnaframleiðslu. Tólf sýnendur, allt frá stórum framleiðendum til sjálfstæðra hönnuða, sýndu sínar vörur. Á sýningunni héldust í hendur falleg hönnun og gott handbragð þar sem hugvit og verkvit var samtvinnað í eitt. Virðisaukandi arkitektúr var yfirskrift sýningar SAMARK þar sem ellefu arkitektastofur sýndu verkefni sín. Verkefnin endurspegluðu með ólíkum hætti hvernig hús, byggingar, borgarrými og landslag eiga þátt í að auka virði fyrir alla. 

Á myndinni er hópurinn sem stóð að sýningunum. Lengst til hægri er Jóhanna Klara Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, sem hafði umsjón með verkefninu af hálfu Samtaka iðnaðarins. 

Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda á Facebook.

Samtök arkitektastofa, SAMARK, á Facebook.

Ljósmyndir frá sýningunni á Facebook.

Á Smartlandi voru birtar myndir frá opnun sýninganna.

Á Vísi var sagt frá sýningunum.