Fréttasafn



6. feb. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Vel heppnaður Prentdagur á Akureyri

Góð mæting var á Prentdaginn sem haldinn var á Akureyri síðastliðinn föstudag. Mikil ánægja var með viðburðinn sem stóð frá klukkan 8 til 17 og fór fram hjá Ásprenti. Boðið var upp á fjölbreytt erindi yfir daginn. 

Í dagskránni voru meðal annars Lóa Einarsdóttir með fyrirlestur um straumlínustjórnun (LEAN), Emil Sigurðsson ræddi um mikilvægi réttra vinnubragða við skurð, Ragnar Kristjánsson fór yfir rekstur prentvéla, efnafræði, þrif og fyrirbyggjandi viðhald, Sigurður Ármannsson fjallaði um forvinnslu og nýjungar í Phototshop og Sigurður Fjalar Jónsson kynnti WordPress.

Fleiri myndir á Facebook