Vel sótt Nýsköpunarmót Álklasans
Nýsköpunarmót Álklasans fór fram fyrir fullum sal í gær í stofu M105 í Háskólanum í Reykjavík. Fjölmörg framsöguerindi voru flutt og boðið var upp á örkynningar bæði fyrirtækja og nemenda. Fundarstjóri var Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins. Að erindunum loknum voru hvatningarverðlaun veitt fjórum nemum á háskólastigi.
Að mótinu standa Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál og Álklasinn.
Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, var fundarstjóri mótsins.
Ruth Elfarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir.
Bryndís Skúladóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir og Bjarni Már Gylfason.
Pétur Blöndal og Bryndís Skúladóttir.