Fréttasafn



27. okt. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Samtök sprotafyrirtækja Starfsumhverfi

Vel sótt vinnustofa um jafnrétti í sprotafjárfestingum

Vinnustofa um jafnrétti í sprotafjárfestingum sem var haldin í Húsi atvinnulífsins 26. október var vel sótt. Um var að ræða samstarfsverkefni Samtaka sprotafyrirtækja, Framvís og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. 

Markmið vinnustofunnar var að finna aðgerðir til að auka jafnrétti í sprotafjárfestingum. Horft var til sprotaumhverfisins í heild sinni og unnið var að mótun aðgerða fyrir fjárfesta, stuðningsaðila og stjórnvöld. Þátttakendur sem voru um 60 voru valdir aðilar úr hópi fjárfesta, frumkvöðla, stjórnvalda og stuðningsaðila í sprotaumhverfinu. 

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir opnaði vinnustofuna. Frummælendur voru Fida Abu Libde, formaður SSP, Sigurður Arnljótsson, formaður Framvís og meðeigandi Brunnur Ventures, og Alma Dóra Ríkarðsdóttir, sérfræðingur i jafnrétti. Svava Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Framvís og meðeigandi Rata ehf stýrði vinnustofunni.

5F185119-0537-481E-8A33-7CCA83A0CDB7

DFC30CC9-4C92-47A2-99BC-B8E71F0EFEBD

929C36F5-962C-4856-B037-E1D249AA155D

B82F8E4B-3411-4E43-8818-57CEC5C9DE14

E62853DF-DE94-480A-A0F0-4183FFFC25A0