Fréttasafn



15. maí 2018 Almennar fréttir Menntun

Vel sótt vorhátíð GERT á Akureyri

Samtök iðnaðarins, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga efndu til vorhátíðar GERT á Akureyri í síðustu viku. Framtíðarumhverfi grunnskólans var yfirskrift hátíðarinnar sem fór fram í Verksmiðjunni í Glerárgötu. Það var mikill áhugi á hátíðinni og fjölmargir sem mættu. 

Hátíðin hófst á hugvekju hjá Karli Frímannssyni, sviðsstjóra fræðslusviðs Akureyrarbæjar. Þá fluttu erindi þau Auður Sigurðardóttir sem kynnti GERT verkefnið í Garðaskóla, Hans Rúnar Snorrason hjá Hrafnagilsskóla, og Snæbjörn Lilliendahl sem sagði frá Microbit verkefninu. GERT verkefnið fyrir veturinn 2018/2019 var einnig kynnt. 

Boðið var upp á léttar veitingar að fundi loknum.

Akureyri1_1526388829336

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá Samtökum iðnaðarins, (t.h.), Auður Sigurðardóttir hjá Garðaskóla og Snæbjörn Lilliendahl hjá Microbit verkefninu.

Akureyri9

Akureyri7_1526388927551

Akureyri4