Fréttasafn30. jan. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Vel sóttur fundur SÍL

Fyrirtækjafundur Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja, SÍL, var haldinn síðastliðinn föstudag en þar komu fyrirtækin saman til að kynnast betur innbirgðis. Hvert fyrirtæki með kynningu á vörum sínum, þjónustu og viðskiptamódeli og mátti sjá af kynningunum að talsverður vöxtur er í greininni.

Fundurinn var haldinn í Zymetech í Fiskislóð. En fyrirtækið er þekkt fyrir vinnslu á ensími úr þorski. Það sem vakti athygli í þeirra kynningu var að viðskiptavinir fyrirtækisins hafa verið öflugir í vöruþróunarferlinu með því að senda inn nýjar hugmyndir að notkun Pensím sem fyrirtækið er þekkt fyrir víða um heim. Meðal þess sem kom fram í kynningunum var að Alvogen/Alvotech sem eru nýlega komin inn í samtökin eru að vinna í að bjóða upp á lausnir til að ríki heimsins geti skipt út líftæknilyfjum í ódýrari samheitarlyf. En ódýrari lyf hafa sýnt fram á töluverðan sparnað fyrir heilbrigðiskerfi víða. Rætt var um fullkomna verksmiðju í Vatnsmýrinni og einstök húsakynni í því samfélagi sem nú er í uppbyggingu á þessu svæði. Algalíf vakti athygli fyrir góðan vöxt á síðasta ári og aðkomu sína inn á nýja markaði. Orf Líftækni greindi frá því hvernig fyrirtækið er að verða leiðandi á snyrtivörumarkaði og hvernig aðilar á borð við Karl Lagerfeld hafa aðstoðað við að koma vörunni á framfæri. Fyrirtækið er að koma vörum sínum inn á markað í Kína til viðbótar við fjölda annarra markaða víða um heim. 

Fleiri myndir á Facebook.