Fréttasafn12. feb. 2018 Almennar fréttir Hugverk

Vel sóttur fundur SSP um fjármögnunarumhverfi

Vel var mætt á fund Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, um fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja í framhaldi af aðalfundi samtakanna í síðustu viku. Fundurinn var haldinn í Innovation House Reykjavík á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Áhugaverðar umræður spunnust í panel eftir fyrirlestrana en í panelnum sátu þeir sem höfðu framsögu á fundinum, þeir Stefán Björnsson hjá Solid Clouds, Jón Ágúst Þorsteinsson hjá Klöppum og Haukur Guðjónsson hjá Viking Entrepreneur. Oddur Sturluson var fundarstjóri.

Fundur-4-feb-2018

Fundur-5-feb-2018