Fréttasafn4. feb. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Vel sóttur fundur um nýja Mannvirkjagátt

Rúmlega 60 manns mættu á fund Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, fyrir stuttu í sal Golfklúbbsins Keilis þar sem kynnt var ný Mannvirkjagátt Mannvirkjastofnunar. Um síðustu áramót öðluðust gildi ákvæði Laga um mannvirki og byggingarreglugerðar þar sem meginreglan er að byggingarstjóri framkvæmir áfangaúttektir sjálfur og skal notast við Mannvirkjagátt Mannvirkjastofnunar. Stjórn MIH fannst mikilvægt að allir sem starfa sem byggingarstjórar og iðnmeistarar kynni sér þessa mannvirkjagátt og ákvað að boða til þessa fundar. Tveir starfsmenn Mannvirkjastofnunar komu til fundarins og kynntu Mannvirkjagáttina, hvernig hún vinnur og hvernig byggingarstjórar og iðnmeistarar skuli nota hana. 

23-002-

9-002-

12-002-