Fréttasafn



3. feb. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Samtök sprotafyrirtækja Starfsumhverfi

Vel sóttur fundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís stóðu fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð, skattahvata rannsókna og þróunar og starfsemi Enterprise Europe Network þriðjudaginn 28. janúar í Húsi atvinnulífsins. Fundarstjóri var Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI. 

Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Rannís kynnti styrkjaflokka og kerfi Tækniþróunarsjóð og Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís fór yfir skattafrádrátt vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Þá kom Brynja Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og kynnti þjónustu Enterprise Europe Network. Að endingu kom Hinrik Jósafatsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer, aðildarfyrirtækis SI og IEI, og sagði sína reynslusögu af umsóknarferlinu.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:

https://vimeo.com/1052947914

 

IMG_0271Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Rannís. 

IMG_0273Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís.

IMG_0277Brynja Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. 

IMG_0279Hinrik Jósafatsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer.

IMG_0321