Fréttasafn



13. maí 2016 Menntun

Verk- og tækninám – Nema hvað!

Samtök iðnaðarins og Bílgreinasambandið hafa sent kynningarefni til allra 9. bekkinga um þá möguleika sem standa nemendum til boða innan verk- og tæknigreina. Um er að ræða markpóst þar sem vísað er inn á vefsíðu með myndböndum og upplýsingum um nám og skóla.

Samtökin hafa sent upplýsingar með áþekku efni til nemenda í 9. eða 10 bekk árlega frá árinu 2008 með yfirskriftinni Verk- og tækninám – Nema hvað!

Markmiðið er að laða fleira ungt fólk að iðn,- verk- og tæknigreinum með því að styrkja ímynd greinanna og kynna þá möguleika sem eru í boði.

Að þessu sinni bættust tíu ný myndbönd á vefsíðuna www.nemahvad.is. Í myndböndunum er rætt við ungt fólk innan mismunandi iðngreina um hvers vegna þau völdu þetta nám, hvaða leið þau fóru og hvernig það hefur reynst þeim.

Á vefnum eru einnig nánari upplýsingar um og slóð inn á þá skóla sem bjóða viðkomandi nám en hugmyndin er að einfalda eins og mögulegt er leið nemandans að upplýsingum.
 
Á vefnum geta nemendur tekið þátt í leik þar sem svara þarf nokkrum spurningum tengdum efninu. Leikurinn er virkur til 31. maí en þá verða 10 vinningshafar dregnir úr réttum svörum.