Fréttasafn



11. mar. 2019 Almennar fréttir

Verkföll eru tjón

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, var meðal viðmælenda í Silfrinu á RÚV um helgina. Þar var meðal annars rætt um verkfallsaðgerðir og sagði Guðrún að enginn í Húsi atvinnulífsins né atvinnurekendur telji að síðasti föstudagur hafi verið gleðidagur. „Ég held að það muni enginn í Húsi atvinnulífsins eða atvinnurekendur tala um föstudaginn sem gleðidag og það hlakkar enginn til verkfallsaðgerða. Fyrir okkur er það alltaf mjög sorglegt þegar deila fer í þennan farveg og við höfum lagt á það mikla áherslu að fólk setjist niður og ræði saman,“ sagði Guðrún í Silfrinu. Þá sagðist hún hafa leitt hugann að því hvort verkalýðsforystan hafi í raun og veru viljað semja. „Ég held að einhver hluti verkalýðshreyfingarinnar hafi viljað fara inn í þennan átakafarveg. Það er alltaf gríðarlega mikið tjón. Verkföll eru tjón. Þau eru tjón fyrir atvinnurekendur, þau eru tjón fyrir fyrirtækin í landinu og þau eru tjón fyrir fólkið sem fer í verkföll og leggur niður störf.“

Á vef RÚV er hægt að horfa á Silfrið í heild sinni.