Fréttasafn11. jan. 2019 Almennar fréttir Menntun

Verksmiðjan formlega gangsett

Opnunarathöfn Verksmiðjunnar fór fram í Stúdíói A hjá RÚV í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1, þar sem Verksmiðjan var formlega gagnsett, meðal annars með opnun vefsíðunnar ungruv.is/verksmiðjan  þar sem hægt verður að fylgjast með verkefninu.  

Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni fyrir ungt fólk í 8.-10. bekk - þar sem allar hugmyndir geta orðið að veruleika. Verksmiðjan er samstarfsverkefni RÚV, Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Fab Lab á Íslandi, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Listasafns Reykjavíkur.

Verksmiðjan hvetur ungt fólk til að taka eftir hugmyndum sínum og umhverfi og finna lausnir á ýmsum vandamálum, stórum sem smáum. Þátttakendum er fylgt eftir og þeir myndaðir af framleiðsluteymi RÚV. Fimm sjónvarpsþættir um Verksmiðjuna, iðngreinar og nýsköpun verða sýndir á RÚV og verðlaunaafhending verður síðan haldin í Listasafni Reykjavíkur seinni partinn í maí.

Á opnunarathöfninni voru ávörp frá mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, frá framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, Sigurði Hannessyni, og frá útvarpsstjóra, Magnúsi Geir Þórðarsyni. Þá voru sýnd hljóðfæri sem voru unnin í Fab Lab á Hornafirði. Nemendur úr Breiðholtsskóla og Hólabrekkuskóla voru viðstödd opnunarathöfnina. 

_MG_0160Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

_MG_0140Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

_MG_0135Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri. 

_MG_0129Berglind Alda er annar af tveimur kynnum Verksmiðjunnar, hinn er tónlistarmaðurinn Daði Freyr. 

_MG_0119Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI.

_MG_0191

_MG_0127

_MG_0148

_MG_0215